Kaffi Catalina, Hamraborg 11

Kosningakaffi í Kópavogi

Samfylkingin býður íbúum í Kraganum í kosningakaffi á kjördag, laugardaginn 30. nóvember frá kl. 14:00 til 17:00 á Kaffi Catalinu í Hamraborg 11 í Kópavogi. Það verður heitt á könnunni og heimagert bakkelsi í boði Samfylkingarfélagsins í Kópavogi.

Frambjóðendur verða á staðnum og spjalla við kjósendur um allt það sem brennur á fólki.

Öll eru velkomin og við hlökkum til að sjá þig.