Kosningavaka í Vestmannaeyjum
Það styttist óðum í kjördag Alþingiskosninganna 2024.
Við erum full tilhlökkunar og ótrúlega þakklát yfir frábærum árangri sem við höfum náð saman í kosningabaráttunni. Allt þetta hefði ekki verið mögulegt án ykkar – sjálfboðaliðanna okkar, stuðningsfólksins, frambjóðendanna og allra sem hafa lagt hönd á plóg í kosningabaráttunni.
Við ætlum að fagna þessari spennandi kosninganótt saman á Veitingastaðnum NÆS við Strandveg 79 í Vestmannaeyjum. Húsið opnar kl. 22, strax eftir að kjörstaðir loka.
Komdu og upplifðu stemninguna með okkur – við hlökkum til að sjá þig og fagna með þér. Allir hjartanlega velkomnir.