Opinn fundur í Uppsveitum
Samfylkingin í Suðurkjördæmi býður íbúum Uppsveita til opins fundar.
Á fundinum verður farið yfir hin þrjú áherslumál Samfylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar:
- Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum
- Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum
- Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum
Önnur málefni verða einnig opin til umræðu. Í kjölfarið verður íbúum boðið að spyrja frambjóðendurna spurninga.
Við hvetjum alla, sama þó að þið séuð ákveðin eða óákveðin, að koma og taka þátt í mikilvægu samtali.
Þín þátttaka skiptir máli!