Safnaðarheimilið Eskifirði

Opinn fundur um geðheilbrigðismál

Samfylkingin í Norðausturkjördæmi stendur fyrir viðburði um geðheilbrigðismál mánudaginn 25. nóvember kl. 20:00 í safnaðarheimilinu á Eskifirði.

Á fundinum ætlum við að eiga spjall þar sem sjónum okkar verður sérstaklega beint að geðheilbrigðiskerfinu okkar og geðheilbrigði ungs fólks.

Frambjóðendur Samfylkingarinnar þau Eydís Ásbjörnsdóttir, Stefán Þór Eysteinsson og Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins headspace sem skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjarvík suður taka á móti gestum og ræða málefnin.

Öll velkomin.