Opnun kosningamiðstöðvar í Kraganum
Samfylkingin í Kraganum opnar kosningamiðstöð sína fyrir gestum og gangandi á laugardaginn kemur, þann 9. nóvember kl. 14:00, í Samfylkingarhúsinu í Hafnarfirði á Strandgötu 43.
Á boðstólum verða vöfflur að hætti hússins, kaffi og svalar fyrir börnin! Blaðrarinn verður í heimsókn á milli kl. 14:15 og 15:30.
Okkar frábæru frambjóðendur verða mætt á staðinn og eru heldur betur til í gott spjall!
Við bjóðum öll velkomin í heimsókn til okkar og hlökkum til að sjá ykkur!
Endilega smelltu á "Going" á viðburði á Facebook.