PubQuiz í Beituskúrnum

Samfylkingin í Norðausturkjördæmi býður í PubQuiz í Beituskúrnum í Neskaupstað föstudaginn 28 nóvember kl. 21.
Spyrlar kvöldsins byrja að kasta fram spurningum á slaginu 21:30.
Miðum við 2-3 einstaklinga í hverju liði, bæði hægt að koma sem lið eða ganga í lið á staðnum.
Barinn opinn og mikið fjör.
Kíktu við, taktu vini þína með, og eigum saman skemmtilegt kvöld. Öll sem vilja taka þátt eru velkomin!
Hlökkum til að sjá ykkur!