Tjarnarbíó, Tjarnargata 12

Flokksstjórnarfundur

Boðað er til flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands laugardaginn 21. desember kl. 10:00 í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12, Reykjavík. 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

1. Kynning og umræður: Formaður kynnir tillögu að stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ásamt tilnefningu þingflokks Samfylkingarinnar að ráðherralista Samfylkingarinnar.

2. Atkvæðagreiðslur: 

  • Tillaga að stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar með þátttöku Samfylkingarinnar borin upp til staðfestingar með atkvæðagreiðslu,  sbr. c-lið greinar 7.04 laga Samfylkingarinnar.
  • Tilnefning þingflokks að ráðherralista flokksins við stjórnarmyndun borin upp til staðfestingar með atkvæðagreiðslu, sbr. d-lið greinar 7.04 laga Samfylkingarinnar.

3. Önnur mál. 

 Skráning á fundinn hér: https://forms.gle/doxZPXPBJ7nsvEEo8

Fundur flokksstjórnar er opinn öllu félagsfólki Samfylkingarinnar á meðan húsrúm leyfir. Ef fleiri mæta en húsrúm leyfir hafa flokksstjórnarfulltrúar forgang. Athugið að einungis flokksstjórnarfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum.

Eftirfarandi aðilar eiga sæti í flokksstjórn með fullum atkvæðisrétti: 

a. Framkvæmdastjórn flokksins,

b. þrjátíu og einn fulltrúi kjörnir af kjördæmisráðunum (sbr. gr. 9.14),

c. þrjátíu fulltrúar kjörnir á landsfundi,

d. Alþingismenn og sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands enda séu þeir jafnframt félagar í Samfylkingunni – jafnaðarflokki Íslands,

e. formenn kjördæmis- og fulltrúaráða,

f. formenn aðildarfélaga,

g. stjórn verkalýðsmálaráðs.

 

Aðalmönnum ber að tilkynna forföll og varamann í sinn stað fyrir kl. 18:00 föstudaginn 20. desember með því að svara þessum pósti. Kjörstjórn úrskurðar um gildi varamanna. Tilkynningar um varamenn sem berast eftir auglýstan tíma verða ekki teknar til greina. Ekki verður hægt að gefa sig upp sem varamann á fundinum.