Hallveigarstígur 1, 101 Rvk.

Úrslitin - Ný ríkisstjórn - Næstu verkefni

Við gleðjumst yfir kosningasigri Samfylkingarinnar, veltum fyrir okkur splunkunýrri stöðu í íslenskri pólitík, bollaleggjum um stjórnarmyndun – og búum okkur undir næstu verkefni jafnaðarmanna ... á vöfflufundi í hádeginu næsta laugardag, 7. desember, milli 11 og 13.

Málshefjendur eru Katrín Júlíusdóttir, kosningastjóri, og tveir sjálfboðaliðar, Skúli Helgason, borgarfulltrúi og Mörður Árnason, en þau eiga það meðal annars sameiginlegt að hafa starfað á þingi fyrir flokkinn í blíðu og stríðu fyrri tíma.

Heiðursgestir verða svo nýkjörnir alþingismenn Reykvíkinga frá Samfylkingunni, allir sjö ef vel tekst til.

Sjáumst hress og kát í kaffi og vöfflum.

Fundarstjóri er Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður SffR.