Félagsfundur og laugardagskaffi í Árborg
Félagsfundur Samfylkingarinnar í Árborg og nágrenni verður haldinn í Samfylkingarsalnum Eyravegi 15 á Selfossi, laugardag 11. janúar kl. 11:00.
Dagskrá:
1. Sala á húsnæðinu að Eyravegi 15. Stjórn Samfylkingarinnar í Árborg og nágrenni hefur ákveðið að selja húseign félagsins að Eyravegi 15 á Selfossi og tekið kauptilboði þar um. Talsverðs viðhalds er þörf á húsnæðinu, vegna skemmda eftir leka á okkar hluta húsnæðisins. Leigusamningur við Sveitarfélagið Árborg er runninn út og rétt þykir að selja húsnæðið nú og taka síðar ákvarðanir um framtíð húsnæðismála félagsins.
2. Félagsstarf framundan. Stjórnin áformar að halda opna fundi á nokkrum stöðum innan starfssvæðisins og treysta þannig starfið í heild sinni og að Samfylkingin komi sterk að bæði þátttöku í núverandi ríkisstjórn og næstu sveitarstjórnakosningum.
3. Önnur mál.
Félagar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum á síðu félagsins á Facebook https://www.facebook.com/xsarborg og með viðburðum inni á síðu Samfylkingarinnar https://xs.is/vidburdir
Sjáumst á laugardaginn.