Eldhúsið - Tryggvagötu 40

Laugardagskaffi á Selfossi

Samfylkingin í Árborg og nágrenni hefur selt húsnæði sitt að Eyravegi 15, eftir að skemmdir af völdum raka komu upp í húsinu.

Fyrst um sinn munum við halda fundi okkar í Eldhúsinu að Tryggvagötu 40 á Selfossi.
Fundirnir verða hverju sinni frá kl 10 til 12 á laugardagsmorgnum.

Sá fyrsti verður núna á laugardaginn, 25. janúar.
Næstu fundir: 
8. og 22. febrúar, 8. og 22. mars og 26. apríl.

Einnig verða fundir á fleiri stöðum á mið-Suðurlandi í samráði við heimafólk á hverjum stað. Við förum líka brátt að undirbúa landsfund Samfylkingarinnar, sem haldinn verður fyrir páska. Fundir með nýjum þingmönnum okkar og fleiri viðburðir verða til vors, svo það er um að gera að fylgjast vel með fundarboðum.

Öll velkomin.