Þverholti 3 - Mosfellsbæ

Laugardagskaffi

Nýtt ár er gengið í garð og við tökum upp þráðinn í laugardagskaffinu.

Fyrsta opna hús ársins hjá Samfylkingunni í Mosfellsbæ verður haldið laugardaginn 11. janúar í Þverholtinu kl. 11 - 13. 

Anna Sigríður bæjarfulltrúi fer yfir helstu verkefni á borði bæjarráðs og bæjarstjórnar þessi dægrin og nefndafólk segir frá helstu viðfangsefnum sinna nefnda. 

Kíkið endilega í gott spjall um bæjarmálin, kaffi og með því 😊.

Öll velkomin!