Hallveigarstígur 1

Aðalfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík

Boðað er til aðalfundar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17:30 í sal Samfylkingarinnar við Hallveigarstíg 1.

Dagskrá skv. lögum aðalfundar SffR:

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningur
  • Skýrsla skoðunarnefndar
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun ársgjalds
  • Kjör formanns
  • Kjör gjaldkera
  • Kjör annarra stjórnarmanna
  • Kjör varamanna
  • Kjör þriggja manna skoðunarnefndar
  • Kjör í nefndir
  • a) uppstillingarnefnd
  • b) í aðrar nefndir sem aðalfundurinn ákveður
  • Önnur mál

Tillögur til lagabreytinga þurfa að hafa borist stjórn 2 vikum fyrir boðaðan aðalfund skv. 7. gr. á netfangið [email protected] og skulu sendar út með öðrum fundargögnum minnst viku fyrir fund. Tillaga að lagabreytingum telst samþykkt fái hún 2/3 hluta greiddra atkvæða.

Á aðalfundi skal kjósa þriggja manna uppstillingarnefnd og einn til vara að tillögu fráfarandi stjórnar félagsins.

Hlutverk nefndarinnar er að leggja fyrir aðalfund tillögur um frambjóðendur við kjör formanns, annarra stjórnarmanna, varamanna og skoðunarnefndarmanna. Tillögur uppstillingarnefndar skulu liggja fyrir á skrifstofu félagsins minnst viku fyrir aðalfund. Aðrar tillögur skulu berast skrifstofu félagsins minnst 2 sólarhringum fyrir boðaðan aðalfund á netfangið [email protected].

Í uppstillinganefnd sitja Ellen Calmon, Sara Björg Sigurðardóttir og Gunnar Alexander Ólafsson.

Hér er að finna lög Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.

Fundargögn og dagskrá birt viku fyrir fund.