Laugardagskaffi á Selfossi

Laugardagskaffi Samfylkingarinnar í Árborg og nágrenni verður haldið laugardaginn 8. febrúar kl. 10:30 - 12:00 í sal Rauða krossins að Eyravegi 23 á Selfossi.
Athugið breyttan fundarstað - við höfum samið um hann til vors.
Næstu fundir eru skipulagðir 22. febrúar, 8. mars og 22. mars.
Stefnt er á aðalfund 22. febrúar og undirbúning landsfundar Samfylkingarinnar sem haldinn verður í Reykjavík 11. - 12. apríl.
Eftir það förum við á fullt við að undirbúa sveitarstjórnarkosningar sem verða vorið 2026, þar sem við fylgjum eftir sókn og forystu Samfylkingarinnar.
Einnig verða fundir á fleiri stöðum á mið-Suðurlandi í samráði við heimafólk á hverjum stað. Fundir með nýjum þingmönnum okkar og fleiri viðburðir verða til vors, svo það er um að gera að fylgjast vel með fundarboðum.
Öll velkomin.