Málefnafundir fyrir aukalandsþing Ungs jafnaðarfólks

Ungt jafnaðarfólk heldur aukalandsþing 1. mars nk.
Á landsþinginu verða meðal annars teknar fyrir breytingar á stefnu hreyfingarinnar.
Vegna þessa verða haldnir tveir málefnafundir þar sem að Ungt jafnaðarfólk getur kynnt sér stefnu hreyfingarinnar og rætt hana.
Á fyrri fundinum, 4. febrúar kl. 18-20 verða teknir fyrir fyrstu fjórir kaflar stefnunnar; atvinnustefna, mennta- og menningarstefna, utanríkisstefna og samgöngu- og sveitarstjórnarstefna.
Á seinni fundinum, 12. febrúar kl. 18-20 verða teknir fyrir seinni fjórir kaflar stefnunnar; mannréttinda- og lýðræðisstefna, umhverfisstefna, húsnæðis- og velferðarstefna og viðskipta- og efnahagsstefna.
Við hvetjum allt Ungt jafnaðarfólk til þess að mæta
Skráning á aukalandsþing Ungs jafnaðarfólks er hafin og fer fram hér á hlekknum: https://forms.gle/FPJZo3GSL5AxtV8F7