Strandgata 43

Opinn bæjarmálafundur í Hafnarfirði

Viltu ræða skólamál, skipulagsmál, framkvæmdir í bænum, Carbfix, nýjan tækniskóla eða eitthvað annað sem tengist málefnum Hafnarfjarðar?

Samfylkingin í Hafnarfirði boðar til opins bæjarmálafundar mánudaginn 10. febrúar kl. 20:00 í húsnæði Samfylkingarinnar að Strandgötu 43.

Rætt verður um málefni bæjarins og bæjarfulltrúar og fólk í nefndum og ráðum bæjarins sitja fyrir svörum.

Hittumst og ræðum málin í góðum félagsskap.

Öll velkomin.

Samfylkingin í Hafnarfirði.