Opinn fundur með heilbrigðisráðherra

Verið velkomin á opinn fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra um forgangsmál ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að Strandgötu 43, laugardaginn 1. febrúar kl. 11:00. Boðið verður upp á vöfflur með kaffinu.
Nýr heilbrigðisráðherra ræðir við okkur um áherslur ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og næstu skref í þessum stóra og mikilvæga málaflokki.
Hittumst, ræðum málin og gæðum okkur á dýrindis vöfflum í góðum félagsskap!
Öll velkomin!