Sunnuhlíð 12, Akureyri

Aðalfundur á Akureyri

Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri er boðaður fimmtudaginn 20. mars kl. 20:00 í Samfylkingarsalnum, Sunnuhlíð 12. 

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem kosnir verða fulltrúar á landsfund Samfylkingarinnar í Reykjavík 11.-12. apríl 2025.

Hefðbundin aðalfundarstörf:

  • Ákvörðun um starfsmenn fundarins
  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningar félagsins fyrir næstliðið ár lagðir fram
  • Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreiknings
  • Lagabreytingar
  • Kosning formanns
  • Kosning annarra stjórnarmanna
  • Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara
  • Kosning kjörstjórnar til eins árs
  • Ákvörðun um árgjald félagsins

Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í störfum félagsins.