Aðalfundur í Árborg og nágrenni

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Árborg og nágrenni, verður haldinn laugardag 8. mars kl 10:30 – 12:00 í sal Rauða krossins að Eyravegi 23 á Selfossi.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Fastir liðir aðalfundar skulu vera:
- Skýrsla stjórnar flutt og lögð fram til umræðu og samþykktar.
- Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar.
- Skýrslur nefnda sem starfa á vegum félagsins.
- Breytingar á samþykktum félagsins bornar upp til umræðu og samþykktar.
Lögð verður fram tillaga um breytingar á lögum félagsins, þar sem starfssvæði þess stækkar og breytingar sem því fylgja. - Kosning stjórnar, formanns og fjögurra aðalmanna og tveggja til vara.
- Kosning þriggja manna í skoðunarnefnd, skv. lögum Samfykingarinnar
- Ákvörðun félagsgjalds.
- Önnur mál.
Undirbúningur landsfundar Samfylkingarinnar, sem haldinn verður 11.-12. apríl.
Undirbúningur sveitastjórnakosninga, sem haldnar verða 16. maí 2026.