Aðalfundur í Kópavogi

Samfylkingin í Kópavogi boðar til aðalfundar miðvikudaginn 26. mars kl. 20:00 í Hlíðarsmára 9.
Húsfélag Samfylkingarinnar í Kópavogi heldur einnig aðalfund sinn sama dag kl.19.30 þar sem á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Dagskrá aðalfundar Samfylkingarinnar í Kópavogi:
- Kjör fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár eftir því sem við á
- Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar
- Breytingar á samþykktum
- Kjör stjórnar
- Kjör félagslegra skoðunarmanna
- Kjör uppstillingarnefndar
- Kjör í nefndir og ráð á vegum félagsins
- Önnur mál:
Tillaga stjórnar um aðferð við val á framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2026