Aðalfundur Samfylkingar Seltirninga

Samfylking Seltirninga boðar til aðalfundar fimmtudaginn 13. mars í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi klukkan 20:00.
Ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum fer fram kjör á landsfundarfulltrúum okkar fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem fram fer í Grafarvogi 11.-12. apríl næstkomandi.
Óskað er eftir nýjum fulltrúum til að taka þátt í starfi stjórnar félagsins og hvetjum við áhugasama einstaklinga til að setja sig í samband við [email protected] ef þú hefur áhuga eða spurningar um þátttöku í stjórn félagsins.
Dagskrá fundarins:
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Kosning stjórnar
5. Kosning landsfundarfulltrúa á landsfund Samfylkingarinnar 11. og 12. apríl 2025.
6. Drög að uppfærðri stefnu Samfylkingarinnar lögð fram til kynningar
8. Önnur mál - Umræða um málefni bæjarins og Samfylkingarinnar.
Hlökkum til að sjá ykkur!