Félagsfundur í Kópavogi

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 11. og 12. apríl í Stúdíó Fossaleyni í Grafarvogi.
Samfylkingarfélagið í Kópavogi efnir til félagsfundar um stefnudrög Samfylkingarinnar mánudaginn 10. mars, kl. 19:30 í Hlíðarsmára 9, Kópavogi.
Á fundinum verður farið yfir þær breytingatillögur sem komnar voru sl. haust og listi landsfundarfulltrúa staðfestur.
Öll velkomin.