Opinn fundur með Kristrúnu í Mosfellsbæ

Opinn fundur með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í Mosfellsbæ. Verið velkomin í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ þriðjudaginn 25. mars kl. 20:00. Þar verða einnig þingmenn Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi, Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis, Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður og Árni Rúnar Þorvaldsson formaður sveitarstjórnarráðs.
Hvað brennur á þér? Hvernig gerum við Ísland betra? Hvað er framundan hjá nýrri ríkisstjórn?
Tökum opið samtal. Beint og milliliðalaust. Kaffi og kruðerí.
Sjáumst í Mosfellsbæ