Hallveigarstíg 1

Ræðum nýjan sáttmála í borginni

SffR efnir til félagsfundar þar sem kjörnir fulltrúar þau Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Hjálmar Sveinsson, Guðný Maja Riba og Sabine Leskopf mæta til að ræða hvað nýr samstarfssáttmáli færir okkur jafnaðarmönnum og íbúum borgarinnar.

Hér gefst grasrót flokksins tækifæri að ræða milliliðalaust við borgarfulltrúana og borgarstjóra um það sem hverjum býr forvitni að vita í kjölfar breytinganna.
 
Fundurinn fer fram á Hallveigarstíg 1, laugardaginn 8. mars og hefst stundvíslega kl 11:00.

Fundinum stýrir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður SffR.

Boðið verður upp á kaffi og gómsætt meðlæti að hætti hússins.