Hallveigarstígur 1, 101 Reykjavík

1. maí vöfflukaffi Ungs jafnaðarfólks

Ungt jafnaðarfólk býður í vöfflukaffi með Kristjáni Þórði, þingmanni Samfylkingarinnar og fyrrum forseta ASÍ á baráttudegi verkalýðsins kl. 11:30 á Hallveigarstíg 1.

Boðið verður upp á vöfflur, kaffi og allt tilheyrandi. Í kjölfarið munum við svo rölta saman upp á Skólavörðuholt þar sem gangan fer af stað.

Öll velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur!