Stillholt 16-18

Málefni aldraðra og velferðarþjónusta á Akranesi

Samfylkingin á Akranesi efnir til opins fundar laugardaginn 3. maí, kl. 11:00 í Stillholti 16-18.

Á fundinum verður fjallað um um málefni aldraðra og velferðarþjónustu á Akranesi. Gestur fundarins er Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Boðið verður upp á kaffi og rjúkandi vöfflur.

Öll velkomin - eldri borgarar, aðstandendur, félagsmenn og áhugasamir íbúar.

Komdu og taktu þátt í uppbyggilegu samtali um málefni sem skipta máli fyrir framtíðina á Akranesi.

Þetta er fyrsti fundurinn í röð mánaðarlegra funda Samfylkingarinnar á Akranesi.