Hlíðarsmári 9, Kópavogur

Menntamál - málefnafundur í Kópavogi

Samfylkingin í Kópavogi mun mæta tilbúin í bæjarstjórnarkosningarnar í maí 2026. Málefnavinnan hófst í mars með greiningarfundi og næstu skref eru að málefnahópar kafa dýpra í málin og byggja upp stefnu og málefnaáherslur. Hóparnir eru fjórir og fjalla um menntamál, umhverfi og skipulag, velferðarmál og stjórnsýslu og þróun.  

Málefnahópur um menntamál boðar til fundar mánudaginn 19. maí kl. 20:00 í Hlíðarsmára 9. Hópstjóri er Erlendur Geirdal.

Samfylkingarfólk í Kópavogi er hvatt til þess að koma og taka þátt í starfi þessara málefnahópa og hafa áhrif á stefnu og málefnaáherslur flokksins fyrir kosningarnar eftir ár.