Súpufundur með Kristrúnu og Loga

Súpufundur á Vopnafirði með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Loga Einarssyni menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og 1. þingmanni Norðausturkjördæmis. Verið velkomin á Hótel Tanga fimmtudaginn 22. maí kl. 12:00.
Hvað brennur á þér? Hvernig gerum við Ísland betra? Hvað er framundan hjá ríkisstjórninni?
Tökum opið samtal. Beint og milliliðalaust. Súpa og brauð á borðum.
Sjáumst á Vopnafirði!