Verkalýðskaffi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík

Þá líður að Verkalýðsdeginum 1. maí og að vanda býður SffR upp á hátíðarhöld í tilefni dagsins.
Félagið býður í Verkalýðskaffi fimmtudaginn 1. maí, eftir kröfugöngu og baráttufund á Ingólfstorgi, í húsi Oddfellow að Vonarstræti 10, á móts við ráðhúsið.
Húsið opnar kl. 15:00 og dagskrá hefst kl. kl. 15:30.
Nú í ár hafa samtök launafólks, kvenna, hinsegin fólks og fatlaðs fólks tekið höndum saman og boðað til Kvennaárs 2025.
SffR tekur að sjálfssögðu undir þá baráttu og leggur sitt lóð á vogaskálarnar.
Ræðukonur dagsins:
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri
Birgitta Ragnarsdóttir, stjórnarkona í ASÍ-ung
Kristún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra.
Kristján Kristjánsson, KK, flytur ljúfa tóna.
Sigfús Ómar Höskuldsson formaður SffR stýrir fundinum.
Af þessum öflugu konum þarf ekki að kynna tvær, þær Heiðu Björgu og Kristrúnu. Birgitta Ragnarsdóttir hóf feril sinn innan verkalýðshreyfingarinnar árið 2015 þegar hún tók sæti í trúnaðarráði VR og hefur síðan lagt sig fram um að vera virkur þátttakandi í baráttunni fyrir réttindum og kjörum launafólks. Birgitta situr í stjórn ASÍ-UNG, þar sem hún vinnur að því að efla rödd ungs fólks innan hreyfingarinnar, og gegnir jafnframt hlutverki varamanns í stjórn VR.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti, ásamt safa og sleikjó fyrir þau yngstu.
Komum saman kæru félagar og fögnum 1. maí og Kvennaárinu 2025.