Minningarlundurinn í Vatnsmýri

Minningarathöfn

Þann 22. júlí heldur Ungt jafnaðarfólk sína árlegu minningarathöfn vegna þeirra 77 einstaklinga sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló 22. júlí árið 2011

Minningarathöfnin fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri þriðjudaginn 22. júlí kl. 17:30.

Tønnes Svanes, staðgengill sendiherra Noregs, og Arnór Heiðar Benónýsson, ungur jafnaðarmaður, flytja stutt erindi. Ólafur Þór spilar á gítar og syngur.

Við hvetjum ykkur til þess að mæta til að minnast fórnarlamba árásanna og fordæma pólitískt ofbeldi.

https://www.facebook.com/events/1521021068893799