Stjórnmálaskóli Ungs jafnaðarfólks

Stjórnmálaskóli Ungs jafnaðarfólks fer fram laugardaginn 30. ágúst kl. 12-18 á Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík.
Skráning er hafin, takmörkuð pláss!
Dagskrá 👇
12:00 Skólasetning
12:15 Saga jafnaðarstefnunnar á Íslandi - Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar
12:35 Að skapa sér persónuleika í fjölmiðlum - Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar
13:00 Matarhlé
13:30 Örnámskeið: Skýr skilaboð, öryggi og útgeislun í ræðupúlti - Sirrý Arnardóttir, stjórnendaþjálfari, fjölmiðlakona og háskólakennari
14:00 Úr fátækt í félagsmálaráðuneytið - Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra
14:20 Pallborð: Á Ísland heima í Evrópusambandinu? - Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar, Snorri Másson þingmaður Miðflokksins, Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ og Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtakanna. Kristín Ólafsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra stýrir umræðum.
15:15 Vinnustofa: Hvernig vinnum við kosningar aftur? Og aftur? - Ólafur Kjaran Árnason aðstoðarmaður forsætisráðherra stýrir vinnustofunni
16:00 Heimsókn í Alþingi - Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sér um leiðsögnina
17:00 Skálað á Port 9
Hlökkum til að sjá ykkur!
SKRÁNING: https://forms.gle/A2FffB9ahqJfi8ws6