Landsþing Ungs jafnaðarfólks

Landsþing Ungs jafnaðarfólks fer fram laugardaginn 13. september kl. 10:00-17:00 á Center Hotels Miðgarði, Laugavegi 120, 101 Reykjavík.
Öll sem skráð eru í UJ eru velkomin á landsþingið og við hvetjum sérstaklega þau sem hafa áhuga á starfi Ungs jafnaðarfólks til að skrá sig fyrir þingið.
Skráning í UJ fer fram hér
Skráning á landsþingið fer fram hér og rennur skráningarfrestur út kl. 10:00 fimmtudaginn 11. september.
Þinggjald er 2.500 kr. og skal greitt fyrir upphaf þingsins á rkn. 0301-26-006907 kt. 690200-3760.
Dagskrá þingsins er eftirfarandi:
10:00-10:10 Afhending þinggagna og greiðsla þinggjalda.
10:10 Setning landsþings.
10:25 Samþykkt fundarskapa.
10:30 Kosning starfsmanna landsþings.
10:35 Skýrsla stjórnar og umræður.
11:05 Skýrsla gjaldkera, framlagning og umræður um reikninga.
11:35 Umræða og afgreiðsla ályktana.
12:30 Hádegismatur
13:00 Laga- og stefnubreytingar
14:30-15:15 Ráðherragrill
15:15 Kaffitími
15:20 Kosningar í embætti:
Kosning forseta (til tveggja ára)
Kosning eins meðstjórnanda í framkvæmdastjórn (til eins árs).
Kosning þriggja meðstjórnenda í framkvæmdastjórn (til tveggja ára).
Kosning framhaldsskólafulltrúa í miðstjórn og framkvæmdastjórn.
Kosning tólf miðstjórnarfulltrúa og fjögurra til sex varamanna í miðstjórn (til eins árs).
Kosning tveggja endurskoðenda reikninga (til eins árs).
16:30 Önnur mál.
16:35 Félagshyggjuverðlaun UJ 2025
16:45 Þingslit og hátíðarræða.
17:00-18:00: Gleðistund að þingslitum loknum
Framboð skulu berast á [email protected] og er framboðsfrestur til hádegis á landsþingi.