Kaffispjall með Kristrúnu um daglega lífið

Kaffispjall um daglega lífið í Þorlákshöfn með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og formanni Samfylkingar. Verið velkomin á Heima Bistro laugardaginn 18. október kl. 15:00.
Hvernig léttum við daglega lífið þitt?
Komdu með í opið samtal.
* * *
Samfylkingin vinnur í þágu þjóðar og mótar stefnu með fólkinu í landinu. Þess vegna ferðast forysta Samfylkingar um landið nú í vetur og bankar á dyr með sjálfboðaliðum – til að spyrja: Hvernig léttum við lífið þitt? Hverju viltu breyta? Hvernig getur Samfylkingin aðstoðað?
„Daglega lífið“ er fyrsta forgangsmál í nýju málefnastarfi Samfylkingar. Nýtt útspil flokksins verður kynnt í mars eftir vinnu stýrihóps um daglega lífið með flokksfólki og almenningi um land allt. „Einföldun regluverks“ verður næsta forgangsmál og „Öryggi borgaranna“ þar á eftir.