Hallveigarstígur 1 - 101 Rvk.

Magnús Árni spjallar um Evrópumálin

Samfylkingarfélagið í Reykjavík gengst í vetur fyrir spjallfundum um Ísland og Evrópusambandið, og er gert ráð fyrir stuttum fundum mánaðarlega með einum gesti eða tveimur.

Fyrsti fundurinn verður núna á miðvikudaginn, 1. október, frá kl. 17 til um 18.30, á Hallveigarstíg 1, og er gestur okkar þá Magnús Árni Skjöld, formaður Evrópuhreyfingarinnar, og góður félagi okkar í Samfylkingunni gegnum árin. Við spjöllum um starf hreyfingarinnar, væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu og stöðu Evrópumálsins.

Næsti spjallfundur verður svo miðvikudaginn 5. nóvember, og þá spjallar við okkur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Miðvikudaginn 3. desember mætir svo Dagur B. Eggertsson, sem með öðru er formaður Natónefndarinnar á alþingi.

Þetta spjall um Evrópu verður á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla, og er tilgangurinn bæði að fræðast og undirbúa sig fyrir atkvæðagreiðsluna um aðildarviðræður seinna á kjörtímabilinu.

Allir félagar velkomnir ‒ og takið með ykkur gesti!