Opið samtal við Ásu Berglindi

Samfylkingin í Mosfellsbæ býður til opins samtals við Ásu Berglindi, þar sem hún fer yfir sín helstu áherslumál á þessum þingvetri og ræðir jafnframt áherslur ríkisstjórnarinnar.
Ása Berglind hefur áralanga reynslu úr menningarlífinu, en hún brennur einnig fyrir umhverfismálum og hefur tekið skýra afstöðu í málefnum barna með fjölþættan vanda. Nýlega opnaði hún sitt eigið fréttabréf, sem þið getið kynnt ykkur nánar hér.
Fundurinn fer fram í sal Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.
Við hvetjum alla félagsmenn eindregið til að mæta, taka þátt í umræðunni og gjarnan bjóða með sér gestum.
Verið öll hjartanlega velkomin!