Opinn fundur um stöðu grunnskólanna

Samfylkingin á Akureyri boðar til fundar um stöðu grunnskólanna á Akureyri. Fundurinn er hluti af röð opinna funda sem Samfylkingin á Akureyri stendur fyrir í haust og er upptaktur að bæjarstjórnarkosningunum 2026.
Á fundinn fáum við til okkar frábæran gest, Hönnu Dóru Markúsdóttur, kennara og formann Bandalags kennara á Norðurlandi eystra (BKNE). Hanna Dóra hefur áratugalanga reynslu af störfum innan grunnskólanna á Akureyri og ætlar að gera okkur grein fyrir stöðunni í grunnskólum bæjarins í breiðu samhengi.
Að erindi Hönnu Dóru loknu gefst tækifæri fyrir fundargesti að spyrja spurninga, en jafnframt að gera grein fyrir sinni upplifun af því hvernig grunnskólar bæjarins eru staddir. Þá gefst einnig tækifæri á fundinum til að koma á framfæri ábendingum um það sem vel er gert, það sem betur má fara og það sem þarf að gera á næstu árum í fræðslumálum bæjarins á næstu árum.
Fundurinn er öllum opinn og við hvetjum sem flesta til að mæta, sérstaklega starfsfólk grunnskólanna og forráðafólk grunnskólabarna.
Heitt á könnunni, hlökkum til að sjá ykkur.