Aðalfundur kjördæmisráðs Suðurkjördæmis

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 27. nóvember kl 20:00.
Fundurinn verður haldinn í sal Rauðakrossins í Árnessýslu að Eyravegi 23 á Selfossi.
Félagsfólk sem ekki hefur tök á að sækja fundinn er hvatt til að taka þátt í gegnum fjarfund og verður hlekkur á hann sendur þegar nær dregur.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga næsta vor:
1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla gjaldkera og ársreikningur fyrir næstliðið starfstímabil
3. Lagabreytingar, ef einhverjar eru. Lagabreytingum þarf að skila inn eigi síðar en 20. nóvember. Sjá lögin með því að smella hér.
4. Skýrsla þingmanna kjördæmisins
5. Yfirlit um starfsemi aðildarfélaga
6. Kjör stjórnarmanna og varamanna þeirra. Kjósa skal 5 manna stjórn til tveggja ára í senn og jafnmarga til vara. Þar af skulu formaður ráðsins, varaformaður og gjaldkeri kjörnir sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum
7. Kjör valnefndar og skoðunarmanna reikninga. Kjósa skal 3 fulltrúa í skoðunarnefnd sem jafnframt eru skoðunarmenn reikninga og 3 fulltrúa í valnefnd. Valnefnd sér til að nægur fjöldi fulltrúa verði í kjöri í þær trúnaðarstöður sem kosið er til á fundum kjördæmisráðs, eða gerir tillögur þar um.
8. Kosning fulltrúa Suðurkjördæmis í flokksstjórn Samfylkingarinnar, 5 fulltrúar og 3 til vara.
9. Undirbúningur sveitarstjórnakosninga sem haldnar verða 16. maí 2026.
10. Önnur mál.