Strandgata 43, Hafnarfjörður

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20:00 til 21:30 í Samfylkingarhúsinu í Hafnarfirði á Strandgötu 43. 
 
Dagskrá 

  1. Skýrsla stjórnar og nefnda eftir því sem við á.
  2. Lagðir fram reikningar
  3. Lagabreytingar
  4. Ákvörðun stuðningsgjalds
  5. Kosning formanns
  6. Kosning stjórnar
  7. Kosning tveggja skoðunarmanna
  8. Kosning kjörstjórnar
  9. Lögð fram greinargerð um starfsemi og afgreiddir endurskoðaðir reikningar Húsfélags Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, sbr. 6. gr. í samþykktum fyrir Húsfélag Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Jafnframt, þegar það á við: Kosningar og breytingar á samþykktum Húsfélagsins, sbr. 4. og 8. gr. samþykktanna. 

Önnur mál.
 
Þau sem hyggjast bjóða sig fram á fundinum eru vinsamlegast beðin um að senda tilkynningu um framboð á kjörstjórn á netfangið [email protected]. Frekari fyrirspurnir má senda á sama netfang.