Félagsfundur í Garðabæ

Samfylkingin í Garðabæ boðar til félagsfundar mánudaginn 17. nóvember kl. 19:30 í Sveinatungu, Garðatorgi 7.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa í kjörnefnd vegna sveitarstjórnarkosninga samkvæmt 8. gr. laga Samfylkingarinnar í Garðabæ.
2. Ákvörðun um leið við val á framboðslista samkvæmt reglum Flokksstjórnar Samfylkingarinnar um val á framboðslista.
3. Önnur mál.
Þetta er mikilvægur fundur fyrir næstu skref í undirbúningi sveitarstjórnarkosninganna og við hvetjum öll félög til að mæta og taka þátt í ákvarðanatökunni.
Öll velkomin!