Félagsfundur Samfylkingarinnar á Suðurlandi

Samfylkingin á Suðurlandi boðar til félagsfundar laugardaginn 15. nóvember kl. 10:30 í sal Rauða krossins að Eyravegi 23 á Selfossi.
Dagskrá:
1️⃣ Kosning fulltrúa á þing kjördæmisráðs Suðurkjördæmis
2️⃣ Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga
3️⃣ Ákvörðun félaga í Árborg um aðferð við val á framboðslista
☕ Kaffiveitingar verða á boðstólum og hlekkur á streymi sendur á póstlista.
Við hvetjum bæði gamla og nýja félaga til að mæta, taka þátt í umræðum og leggja sitt af mörkum í að móta stefnu Samfylkingarinnar á Suðurlandi. 🌹