Hugmyndaþing á Seltjarnarnesi

Samfylkingin á Seltjarnarnesi býður öllum íbúum að taka þátt í hugmyndaþingi þar sem við vinnum saman að því að skapa skýra sýn og framtíðarstefnu fyrir bæinn okkar.
Hugmyndirnar sem verða kosnar á þinginu verða að áherslum Samfylkingarinnar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor – þannig að þetta er tækifæri til að hafa bein áhrif á hvert við stefnum sem samfélag.
Hugmyndaþingið snýst um að fá sýn og hugmyndir íbúa Seltjarnarness um samfélagið okkar algerlega óháð stjórnmálaskoðunum
1. nóvember kl. 14–16 | Gallerí Grótta, Bókasafnið Seltjarnarnesi
Skráðu þig: https://forms.gle/x288FEiQqWCbePHX9
Við leggjum áherslu á daglegt líf og það sem gerir Seltjarnarnes að góðum stað til að búa og lifa:
 Hvernig er draumanesið?
 Hvernig viljum við hafa það hér saman?
 Hvernig samfélag viljum við sjá vaxa og dafna á Seltjarnarnesi?
Á hugmyndaþinginu verður:
 Barnahorn og barnapössun – svo allir geti tekið þátt
 Vinnustofa með kosningu um hugmyndir sem þátttakendur vilja sjá verða að veruleika
 Enska borðið fyrir íbúa sem finnst betra að tjá sig á ensku – því við viljum heyra frá sem flestum.
Við hvetjum fólk á öllum aldri til að mæta og leggja sitt af mörkum.