Öxi (fyrir ofan Skerjakollu)

Kópasker: Kvöldspjall með Kristrúnu Frostadóttur um daglega lífið á

Kvöldspjall um daglega lífið á Kópaskeri með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og formanni Samfylkingar. Verið velkomin í Öxi (fyrir ofan Skerjakollu) fimmtudaginn 20. nóvember kl. 19:30. Á meðal gesta verður einnig Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.

Hvernig léttum við daglega lífið þitt?

Komdu með í opið samtal

* * *

Samfylkingin vinnur í þágu þjóðar og mótar stefnu með fólkinu í landinu. Þess vegna ferðast forysta Samfylkingar um landið nú í vetur og bankar á dyr með sjálfboðaliðum – til að spyrja: Hvernig léttum við lífið þitt? Hverju viltu breyta? Hvernig getur Samfylkingin aðstoðað?

„Daglega lífið“ er fyrsta forgangsmál í nýju málefnastarfi Samfylkingar. Nýtt útspil flokksins verður kynnt í mars eftir vinnu stýrihóps um daglega lífið með flokksfólki og almenningi um land allt. „Einföldun regluverks“ verður næsta forgangsmál og „Öryggi borgaranna“ þar á eftir.

* * *

Hér má finna útspil Samfylkingar frá síðasta kjörtímabili:
Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum – https://bit.ly/3y7dFPm
Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum – http://bit.ly/3UE77zJ
Framkvæmdplan í húsnæðis- og kjaramálum – https://bit.ly/3AhIhzo

Og hér eru upplýsingar um næstu fundi: www.facebook.com/samfylkingin/events