Opinn bæjarmálafundur - framtíð miðbæjar Hafnarfjarðar

Samfylkingin í Hafnarfirði boðar til opins bæjarmálafundar um skipulagsmál og framtíð miðbæjarins mánudaginn 3. nóv. kl. 20:00 í húsnæði Samfylkingarinnar á Strandgötu 43.
Gestur fundarins verður Kári Eiríksson, arkitekt sem sat í stýrihópi um framtíð miðbæjarins á síðasta kjörtímabili.
Fundarstjóri verður Stefán Már Gunnlaugsson, bæjarfulltrúi og fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingaráði.
Einnig verður rætt um málefni bæjarins og bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í ráðum og nefndum sitja fyrir svörum.
Hittumst og ræðum málin í góðum félagsskap.
Öll velkomin!
Samfylkingin í Hafnarfirði