Ræðum saman um húsnæðismál

Samfylkingarfélagið í Reykjavík efnir til opins fundar um húsnæðispakkann og uppbyggingu í borginni laugardaginn 8. nóvember, kl. 11:00. Fundurinn fer fram í félagsaðstöðu BSRB, að Grettisgötu 89, 105 Rvk.
Nýverið kynnti ríkisstjórnin nýjan húsnæðispakka. Hluti af þeirri lausn er frekari uppbygging húsnæðis hér í borgarlandinu.
Gestir fundarins verða :
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri
Vignir S. Halldórsson, smiður og verktaki
Dagur B. Eggertsson, alþingismaður
Kaffiveitingar í boði SffR.
Kærkomið tækifæri að koma saman og ræða milliliðalaust við þau sem skapa reglur, skapa umhverfi og þau sem koma beint að húsnæðsuppbyggingu.