Þorgerður Katrín spjallar um Evrópumálin

Samfylkingarfélagið í Reykjavík gengst í vetur fyrir spjallfundum um Ísland og Evrópusambandið, og er gert ráð fyrir stuttum mánaðarlegum fundum með einum gesti eða tveimur.
Næsti spjallfundur er á miðvikudaginn, 5. nóvember, frá kl. 17 til 18.30, á Hallveigarstíg 1, og er gestur okkar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Allir flokksfélagar velkomnir ‒ og gestir þeirra.