Stillholti 16-18, Akranesi

Vinnudagur – PIP-greining Samfylkingarinnar á Akranesi

Stjórn Samfylkingarfélagsins á Akranesi boðar til stýrðs vinnudags laugardaginn 15. nóvember kl. 10:00 til 16:00  í húsnæði okkar að Stillholti 16-18.

Hákon Gunnarsson leiðir kerfisbundna PIP-greiningu (Potential Improvement Points) á innra og ytra starfi: við kortleggjum styrkleika, veikleika og forgangsröðum úrbótum fram að kosningum 2026.

Skráning er nauðsynleg og sæti eru takmörkuð við 25; raðast í skráningarröð.

Skráning á vinnudag

Hér er tækifæri okkar bæjarbúa að hafa áhrif á og móta framkvæmdaráætlun fram að kosningum 2026.

Frekari upplýsingar: Ásbjörn Þór, s: 7891781, netfang: [email protected]