Edinborg Bistró - Aðalstræti 7

Aðventukvöld á Ísafirði

Samfylkingin á Vestfjörðum býður til samverustundar þriðjudaginn 9. desember kl. 20:00, á Edinborg Bistró á Ísafirði.

Séra Magnús Erlingsson verður með jólaspjall fyrir gesti.

Við bjóðum upp á heitt kakó og smákökur og hlökkum til að eiga huggulega kvöldstund saman.

Öll hjartanlega velkomin – vonumst til að sjá sem flest!