Aðventukvöld í Mosfellsbæ

Samfylkingin í Mosfellsbæ býður til samverustundar í kvöld, fimmtudaginn 4. desember kl. 19:30, í Þverholti 3.
Á staðnum verða Sigmundur Ernir og Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, ásamt fleiri góðum gestum sem munu sjá til þess að stemningin verði létt og lifandi.
Við bjóðum upp á léttar hátíðarveitingar og hlökkum til að eiga huggulega kvöldstund saman.
Öll hjartanlega velkomin – vonumst til að sjá sem flest!