Forprófkjör Hallveigar 11. - 13. desember

Forprófkjörið 11. desember kl. 23:59 - 13. desember kl. 17:00.
Hallveig, félag Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík blæs til forprófkjörs dagana 11.-13. desember 2025.
Forprófkjörið er rafrænt og eru á kjörskrá skráðir félagar í Samfylkinguna, sem eru með lögheimili í Reykjavík og eru 15-35 ára.
Skráning í Samfylkinguna fer fram á xs.is/takathatt og þarf skráning að berast fyrir kl. 23:59 miðvikudaginn 10. desember 2025 til þess að aðili sé með kosningarétt í forprófkjörinu.
Öllum spurningum um forprófkjörið skal beint á kjörstjórn, [email protected]