Strandgata 43

Félagsfundur í Hafnarfirði

Boðað er til félagsfundar fimmtudaginn 8. janúar frá kl. 20:00 til 21:30 í Samfylkingarhúsinu í Hafnarfirði á Strandgötu 43.

Efni fundarins er ákvörðun um aðferð við val á framboðslista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í næstu sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða 16. maí á næsta ári.

Kosið verður um tillögu stjórnar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og er tillagan eftirfarandi:

Stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði leggur til uppstillingu og að raðað verði á framboðslista af sérkjörinni uppstillingarnefnd. 

  • Raðað skal frambjóðendum af gagnstæðu kyni í 1. og 2. sætið. Leitast skal við að raða frambjóðendum á víxl eftir kyni, mest má setja frambjóðendur af sama kyni tvö sæti í röð og skulu þá næstu tvö sæti hafa frambjóðendur af öðru kyni. 
  • Ávallt skal leitast við að á framboðslistum séu frambjóðendur yngri en 35 ára í að minnsta kosti fimmtungi þeirra sæta sem stillt er upp í. 
  • Frambjóðendur skulu hafa fjölbreyttan bakgrunn og ólíka reynslu og líta skal sérstaklega til nýliðunar á listanum.

Uppstillingarnefnd:

  • Anna Kristín Jóhannsdóttir 
  • Ágúst Arnar Þráinsson 
  • Gauti Skúlason
  • Ingvar Viktorsson 
  • Kolbrún Lára Kjartansdóttir 

Uppstillingarnefnd skiptir með sér verkum. 

Boðað verður til félagsfundar til þess að bera listann upp til samþykktar ekki seinna en laugardaginn 28. febrúar.

Kær kveðja, stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.