Park Inn Hótel

Félagsfundur í Reykjanesbæ

Samfylkingarfélagið í Reykjanesbæ boðar til félagsfundar þann 27. janúar klukkan 19:30 á Park Inn hótelinu.

Á dagskrá fundarins verða sveitastjórnarkosningarnar, tillaga að lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ frá uppstillingarnefnd auk annarra mála.

Heitt á könnunni og léttar veitingar í boði.

Sérstakir gestir eru Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Víðir Reynisson þingmaður Suðurkjördæmis.